Uppfærsla á 35″ Hilux í 40″ Land cruiser

Í dag er stór dagur í ferli Hjálparsveitarinnar Tintron.Félagar sveitarinnar héldu á Selfoss í dag til móttöku á nýjum Tinna 2.Bíllinn er nú kominn í hús en á sama tíma er sveitin orðin öflugri en hún hefur nokkrusinni verið hvað varðar björgunartæki.Bíllinn er 40″ breyttur Land Cruiser 150 með öllum þeim helsta aukabúnaði sem sveitin þarf að búa yfir.

Bíllinn er hinn glæsilegasti og með komu hans hefur sveitin eignast tvö öfluga jeppa til björgunarstarfa en aldrei hefur sveitin átt 2 breytta jeppa samtímis áður.

Lionsklúbburinn Skjaldbreiður veitti sveitinni veglegan styrk eða 1 milljón króna til kaupa á bílnum.

Helsti aukabúnaður

  • Spil
  • Aksturskastara
  • Þokuljós
  • Vinnuljós
  • Gul blikkljós
  • Blá blikkljós
  • Aukarafkerfi
  • Tetra talstöð
  • VHF talstöð
  • GPS
  • 4G netbúnaður
  • Spjaldtölva
  • Úrhleypibúnaður
  • Aukatankur
  • Driflæsingar
  • OME Bypass fjöðrunarkerfi
  • Snorkel
  • Auka hleðslumöguleika fyrir ljós og síma
  • Merkingar
Categories: Uncategorized